Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu kjúklingabaunir basil Hvítar baunir miðjarðarhafið feta tómatar ólífur
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu. Matarmikil salöt eins og hér geta vel staðið ein og sér sem máltíð. Hollt og gott salat sem á alltaf við; sumar, vetur, vor og haust 

.

KÍNÓASALÖTKJÚKLINGABAUNIR

.

Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

1 b kínóa
2 b vatn
250 g frosnar grænar baunir (eða strengjabaunir)
1 ds kjúklingabaunir
1 ds hvítar baunir
1 rauð paprika, söxuð
1 gul paprika, söxuð
1 gúrka, fræhreinsuð og skorin í bita
1 b litlir tómatar, skornir í tvennt
1/4 b rauðlaukur, saxaður
1/4 b fetaostur
1/3 b ólífur
1/4 b saxað ferskt basil

dressing
1/4 b óífuolía
1 msk balsamikedik
1 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1/4 tsk þurrkað basil
1/4 tsk þurrkað oreganó
salt og pipar

Segjið kínóa og vatn í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Takið lokið af og látið standa. Hrærið í sundur með gaffli. Setjið í stóra skál.

Setjið grænu baunirnar í sjóðandi saltað vatn í um 1 mín. sigtið og setjið saman við í skálina ásamt kjúklingabaununum, hvítubaununum, papriku, gúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, ólífum og basil og blandið varlega saman.

dressing: Látið allt í sæmilega stóra glerkrukku, lokið henni og hristið saman. Hellið yfir salatið. Stráið grófu salti og grófum pipar yfir.

Ljósmyndir Silla Páls

Kínóasalat
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

 

— KÍNÓASALAT FRÁ MIÐJARÐARHAFINU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mackintosh’s íssósa – restin af molunum í pott ásamt rjóma og úr verður afbragðs íssósa

Mackinthos

20151220_214955

Mackintosh's íssósa.  Þegar allir „bestu molarnir” eru búnir er upplagt að setja restina í pott með nokkrum matskeiðum af rjóma og bræða við lágan hita og nota sem íssósu. Í öllum bænum deilið þessu með fólki sem dáir Mackintosh´s (hver gerir það ekki?)

Mígreni – einkenni hættu með breyttu mataræði

Ostar

MÍGRENI. Heyrði af manni sem reglulega fékk slæm mígreniköst. Þegar hann hætti að borða kjöt hættu mígreniköstin. Áhugavert, hér er grein um mat og mígreni þar er ritað um áhrif tyramíns (tyramine) sem er í rauðvíni, kæstum ostum, reyktum fiski, baunum o.fl.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: